Kostnaðargreining

abc

Við hvers konar rekstur, hvort sem um ræðir fyrirtæki eða stofnanir, er það eitt mikilvægasta verkefnið sem menn standa frammi fyrir að halda kostnaði innan þeirra marka sem áætlanir eða tekjustreymi marka í hverju tilviki.

Greining á kostnaðarþáttum getur því verið mjög mikilvægur þáttur í stjórnun rekstrar og sem hjálpartæki við áætlanagerð. Það fer mjög eftir eðli viðkomandi rekstrar hvers eðlis kostnaður er sem þar fellur til. Mjög er til að mynda mismunandi hversu mikil breytilegur kostnaður hefur áhrif sem og beinn og óbeinn kostnaður.

Við kostnaðargreiningu er stuðst við ýmis hjálpartæki, til að mynda model eins og ABC greiningu, (e. Activity Based Costing) eða samkvæmt íslenskri skilgreiningu, verkgrundaður kostnaðarreikningur, þá er kostnaður greindur og honum skipt niður á verkefni. Með þessari aðferð er farið dýpra ofan í tilurð kostnaðar og hann greindur betur heldur en í hefðbundnu rekstrarbókhaldi.