Námskeið “leið til verðmætasköpunar”

Hér má sjá námskeið sem við héldum á vegum VMST og Símennt Hafnarfjarðar. Námskeiðið skiptist í tvo daga, með heimavinnu fyrir þátttakendur fyrir seinni daginn. Námskeiðið fékk mjög góðar undirtektir hjá þátttakendum og hefur af þeim sökum verið ákveðið að halda þessari góðu vinnu áfram.

Fyrri dagurinn gekk út á að skoða og þekkja sjálfan sig, vita hvað hver og einn vill og brjótast út úr kassanum og koma auga á tækifærin.

Seinni dagurinn fór svo í að skoða viðtalstækni, fara yfir heimavinnu og ýta undir verðmætasköpun með því að fá fólk til að tala saman.