Fjárhagsleg endurskipulagning

financial_reconstruction

Fjármögnun og rétt samsetning hennar er eitt mikilvægasta atriði til að hyggja að til þess að tryggja fyrirtæki heilbrigð skilyrði til rekstrar og uppbyggingar. Þessi mál hafa auðvitað verið mjög í brennidepli í kjölfar bankahruns og mikillar veikningar krónunnar.

Stjórnvöld, bankar og aðilar vinnumarkaðarins hafa gert með sér samkomulag sem ber nafnið „Beina brautin“. Samkomulaginu er ætlað að skapa ramma fyrir fyrirtæki og fjármálastofnanir  við skuldaúrvinnslu lítilla og meðalstórra fyrirtækja, það er þeim sem eru með lífvænlegan rekstur og skuldir á bilinu 10 – 1.000 milljónir. En ekki falla öll fyrirtæki í þennan skilgreinda ramma.

Um beinu „Beinu brautina“ er fjallað nánar annars staðar á þessum vef.

Ráðgjafar Dögun Capital hafa langa reynslu af úrlausn verkefna tengdum fjárhagslegri endurskipulagningu, í ráðgjöfinni getur falist t.d. að:
• benda á mismunandi leiðir til endurfjármögnunar
• meta rekstraráætlanir og fjárfestingaþörf með tilliti til lánakjara og koma með skilgreindar tillögur að breytingum
• útbúa kynningargögn fyrir fjárfesta og fjármálastofnanir
• aðstoða við eða annast viðræður við lánastofnanir um skuldbreytingar
• gera tillögur að breyttri fjárhagsskipan
• greina tækifæri til sameiningar annarra rekstrareininga

Því miður er það alltof algengt að fyrirtækjaeigendur spari sér þann kostnað sem af því hlýst að ráða utanaðkomandi til ráðgjafar við fjárhagslega endurskipulagningu og skuldaúrvinnslu. Í mörgum tilvikum kostar sú aðstoð ekkert þegar upp er staðið í formi hagstæðari samninga og bættra rekstrarskilyrða.