Beina brautin

Skuldaúrvinnsla lítilla og meðalstórra fyrirtækjaimage001

Samkomulagið

Samkomulag um úrvinnslu skuldamála lítilla og meðalstórra fyrirtækja var undirritað í desember s.l. Með samkomulaginu er ætlað að búa til regluverk, farveg sem fjármálafyrirtæki þurfa að starfa eftir við endurskipulagningu á fjármálum viðskiptavina sinna. Miðaða er við að skuldir þeirra fyrirtækja sem afgreidd eru á grundvelli samkomulagsins sé á bilinu 10 – 1.000 milljónir króna.

Hvaða þátta er helst litið til samkvæmt Beinu brautinni?

Í Beinu brautinni er gert ráð fyrir:

 • að virði félagsins sé metið á tvo vegu. Eignir félagsins eru metnar miðað við markaðsverð annars vegar og hins vegar rekstrarvirði miðað við áframhaldandi rekstur félagsins.
 • að skuldir umfram virði félagsins séu afskrifaðar
 • að staðan sé metin að 3 árum liðnum
 • að fyrirtæki eigi rétt á verðmati frá óháðum aðila sem haft sé til hliðsjónar við samningaviðræður við bankastofnun
 • að möguleiki sé á því að semja um ógreidd opinber gjöld
 • að greiðslugeta rekstrarins sé metin og skuldir sem eru umfram greiðslugetu, verði breytt í biðlán, eigendur geta einnig lagt til aukið eigið fé á móti þessum lið. Biðlán eru veitt til 3 ára með 2% óverðtryggðum vöxtum
 • að heimilir til arðgreiðslna, eignasölu og ákvarðana um laun stjórnenda verði takmarkaðar
 • að ákvörðun um lánskjör taki mið af greiðsluhæfi og tryggingum
 • að eignir sem ekki eru tekjuberandi verði settar í sölumeðferð

Hverjir standa að samkomulaginu?

 • Efnahags- og viðskiptaráðuneytið
 • Félag atvinnurekenda
 • Fjármálaráðuneytið
 • Samtök atvinnulífsins
 • Samtök fjármálafyrirtækja
 • Viðskiptaráð Íslands

Samkvæmt samkomulaginu er stefna að því að fjármálafyrirtæki hafi lokið við skoðun á fjárhagsstöðu þeirra fyrirtækja sem um ræðir og hafi sent þeim tilboð um úrvinnslu skulda þeirra fyrir 1. júní 2011.

Hverjir eiga rétt á Beinu brautinni?

 1. Fyriræki sem talin eru með lífvænlegan rekstur.
 2. Að með áframhaldandi rekstri séu hagsmunir kröfuhafa og lánveitenda best tryggðir.
 3. Að mikilvægt sé fyrir verðmæti fyrirtækis að núverandi eigendur/stjórnendur starfi áfram við rekstur þess.

Hvaða aðstoð býður Dögun Capital?

Dögun Capital getur aðstoðað eigendur og stjórnendur fyrirtækja sem falla inn í skilgreiningu Beinu brautarinnar og eiga rétt á fjárhagslegri endurskipulagningu samkvæmt henni, á margvíslegan hátt. Dögun Capital greinir stöðu félagsins og framtíðarhofur í samstarfi við stjórnendur og tekur tillit til og leiðir fram:

 1. Almennar upplýsingar um félagið
 2. Sögulegar rekstrarupplýsingar, framlegð, efnahagur og sjóðsstreymi
 3. Samantekt á skuldbindingum félagsins, veðsetningar, ábyrgðir og skuldaþol
 4. Áætlanagerð og framtíðarforsendur skoðaðar til næstu 3-5 ára, þróun á efnahag og sjóðsstreymi
 5. Greining á birgðaverðmæti með tilliti til aldurs og seljanleika.
 6. Fjárfestingaáætlun í samstarfi við stjórnendur/eigendur
 7. Mat á rekstrar- og upplausnarvirði
 8. Skattaleg áhrif fjárhagslegrar endurskipulagningar
 9. Aðgerðaáætlun í samningum við lánveitendur og áætlun til þess að vinna eftir í kjölfar samninga
 10. Aðstoð við samskipti og samningaviðræður við lánadrottna

Ráðgjafar Dögun Capital hafa áratuga reynslu af ofangreindum verkefnum. Við veitum upplýsingar um Beinu brautina og ráðgjöf um það hvernig best er fyrir viðkomandi fyrirtæki að stilla upp leggja fram gögn til þess að fjalla um í ferlinu.

Mikilvægt

Mjög mikilvægt er fyrir fyrirtæki að hafa það í huga að hvað sem samið er um á grundvelli Beinu brautarinnar, þá er ávallt til staðar ákvæði sem tryggir endurupptöku samninga á grundvelli hennar ef dómstólar dæma með þeim hætti að betri réttu standi fyrirtækjum til boða, en samið hefur verið um á grundvelli Beinu brautarinnar.

Allar nánari upplýsingar um Beinu brautina og þjónustu Dögun Capital veitir, Guðmundur Sigþórsson í síma 896-9450