Rekstrarúttekt

3_charts_2

Gerð er sífellt ríkari krafa á opinberar stofnanir og sveitarfélög að veita sem mesta þjónustu  með sem minnstum útgjöldum.  Við framkvæmd rekstrarúttekta er farið kerfisbundið í gegnum rekstrarþætti og mat lagt á stjórnskipulag og stjórnunaraðferðir í því sjónarmiði að gera tillögur um hvar megi gera úrbætur.  Stjórnendur fá þannig í hendur stöðuyfirlit einstakra rekstrarþátta , ásamt greiningu á stefnumörkun í framkvæmd.
Í rekstarúttekt er lögð áhersla á að greina rekstur stofnunar til þess að leggja grunn að sjá hvar tækifæri eru til að bæta reksturinn.  Úttektin getur verið á allri starfsemi stofnunarinnar eða náð aðeins til skilgreindra afmarkaðra þátta í starfseminni.  Við gerð rekstrarúttekta er m.a. horft á það hvernig stefna endurspeglast í raunverulegum framkvæmdum og þjónustu stjórnsýslunnar og einnig er rýnt í ýmsa þætti svo sem rekstraráætlun, fjárhagsáætlun, innkaup, framkvæmdakostnað, skipulag og verkferla, fjárbindingu, innheimtu og starfsmannamál, svo fátt eitt sé nefnt.  Vinna ráðgjafa felst í að leggja faglegt mat á niðurstöður rekstrarúttektar og gera tillögur um aðgerðir.

Dögun Capital er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa um viðskipta- og stjórnunarráðgjöf. Meðal atriða sem Dögun Capital veitir opinberum stofnunum ráðgjöf um í þessum flokki má nefna greiningu á hagkvæmni og hagræðingu opinberrar starfsemi, hagræðingu og lækkun kostnaðar, mat á árangri, ráðgjöf um fjármögnun, rekstraráætlanir stofnana, verðmat fyrirtækja, fjárhagslega endurskipulagningu og vistvæn innkaup.

Guðmundur Sigþórsson, MBA í mannauðsstjórnun, veitir allar frekari upplýsingar varðandi þá þætti sem Dögun Capital veitir ráðgjöf um samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa um rekstrarráðgjöf, starfsmannastjórn og stjórnunarráðgjöf