Stefnumótun

core_competency

Nauðsynlegt er hverri skipulagsheild að hafa skilgreind markmið og tilgang til þess að keppa að. Mótun stefnu sem styður við og afmarkar leið fyrirtæksins að settum markmiðum er ferli sem æskilegt er að taka reglulega upp í starfsemi fyrirtækja til endurskoðunar og endurnýjunar.
Við mótun stefnu er nauðsynlegt að gera ítarlega greiningu á markaðsumhverfi, samkeppni, styrkleikum og veikleikum hvers fyrirtækis. Oft eru mótel eins og SVÓT eða VRIO greiningar notaðar til þess að kortleggja þessa þætti í starfsemi og umhverfi fyrirtækja.

Út úr þessari greiningu er æskilegt að greina lykilhæfni (e. Core competence) skipulagsheildarinnar og byggja síðan stefnu fyrirtækisins á því að efla lykilhæfnina og nýta hana sem „vopn“ í samkeppninni. Stjórnendur, eigendur og starfsmenn fyrirtækja eru nauðsynlegir þátttakendur í mótun stefnu og greiningu á stöðu fyrirtækis.
Það er því miður alltof algengt að fyrirtæki sinni ekki þessum þætti í starfsemi sinni sem skyldi. Vel útfærð og raunsæ stefna, byggð á getu, aðstöðu og eiginleikum fyrirtækisins getur þegar best lætur veitt viðkomandi fyrirtæki forskot á samkeppnisaðilana.

Ráðgjafar Dögun Capital geta aðstoðað við greiningu á lykilhæfni fyrirtækja og mótun á stefnu þeirra til framtíðar.