Endurskipulagning

hendur_benda__bla

Fyrirtæki sem eru vel skipulögð eru betur í stakk búin til þess að þróast og aðlagast síbreytilegu starfsumhverfi. Sérfræðingar Dögun Capital hafa um árabil starfað inni í rekstrar- og skipulagseiningum, lagt mat á stöðuna og komið með tillögur að úrbótum.

Fyrirtæki geta staðið frammi fyrir margvíslegum vandamálum í rekstri sínum, sem dæmi:

  • Stefna fyrirtækisins ekki skýr
  • Breytingar á markaði
  • Fjármögnun og samsetning efnahagsreikningsins
  • Rekstrareiningar skila ekki tilætlaðri arðsemi og ekki í takt við kjarnastarfsemi

Dögun Capital veitir hagnýta ráðgjöf um endurskipulagningu fyrirtækja og skipulagseininga auk þess að greina fjárhagslega uppbyggingu efnahags og koma með tillögur að úrbótum ef við á. Ráðgjöf DC og samstarfsaðila getur náð til allra þátta rekstrarins hvort sem um ræðir stjórnunar- eða fjárhagslega þætti, má nefna:

  • Greina og bera kennsl á þætti sem kalla á breytingar
  • Áætlanagerð og stefnumótun
  • Ráðgjöf við endurskipulagningu eigna, skipulagsheilda og/eða einstakra rekstrareininga
  • Greining á fjármálum fyrirtækis, greiðsluhæfi, fjárhagslegri stöðu, rekstri, stjórnun.
  • Aðstoð við að efla framlegð og greiðslugetu
  • Aðstoð við að bæta fjármögnun og auka arðsemi