Stefnumiðað árangursmat

balance_scorecard_magnified_3

Stefnumiðað árangursmat hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár sem mikilvægt stjórntæki. Aðferðafræðin byggir á því að gera mikilvægustu þætti starfseminnar mælanlega á einfaldan hátt. Þátttaka starfsmanna er nauðsynlegur þáttur í notkun kerfisins.

Módelinu er skipt niður í svokallaðar víddir alls fjórar talsins, fjárhagsleg frammistaða, ánægja viðskiptavina, skilvirkni í innri ferlum og loks árangur í mannauðsmálum. Settir eru upp mælikvarðar sem gefa síðan vísbendingar um það hvernig gengur að ná tilteknum markmiðum.

Stofnanir  og starfsfólk þeirra hafa oft óljósa hugmynd um hlutverk, framtíðarsýn og markmið með starfseminni. Með þessu módeli eru verkþættir og ferlar brotnir niður í litla afmarkaða þætti sem styðja við yfirmarkmið s.s. hlutverk og markmið, þessir þættir síðan mældir reglulega samkvæmt skilgreindum viðmiðum. Sé árangursmatið hannað af raunsæi og falli að rekstri viðkomandi skipulagsheildar, verður sýn á aðalatriði skýrari og áreiðanleiki rekstraráætlana meiri.

Helsti ávinningur stefnumiðaðs árangursmats:

  •  Betri yfirsýn yfir alla þætti starfseminnar
  •  Betri þjónusta við viðskiptavini
  •  Stytting á afgreiðslutíma (þar sem við á)
  • Aukið upplýsingaflæði innan fyrirtækis
  • Aukin afköst og hvatning og ánægja starfsfólks
  • Stöðug mæling á áætlunum og yfirlýstum markmiðum

Ráðgjafar Dögun Capital geta aðstoðað fyrirtæki og stofnanir við hönnun og uppsetningu á stefnumiðuðu árangursmati klæðskerasaumuðu eftir þörfum hvers og eins.