Kaup fyrirtækja

contract

Dögun Capital tekur að sér að aðstoða þá aðila sem hyggja á kaup á fyrirtækjum við val á fyrirtæki, greiningu á rekstri og gerð arðsemisútreikninga vegna kaupanna.
Mikilvægt er að vanda sérstaklega til verka þegar fyrirtæki er skoðað með hugsanleg kaup í huga. Taka þarf fjölmarga þætti til skoðunar, meta þarf  meðal annars starfsumhverfi, samkeppni og þróun á viðkomandi markaði. Í raun er æskilegt að gera sjálfstætt verðmat í því skyni að greina stöðu fyrirtækis og framtíðarmöguleika þess.

Þegar bindandi kauptilboð er gert er mikilvægt að gera alla nauðsynlega fyrirvara, t.d. um fjármögnun, samþykki hluthafafunda og að fyrirtækið standist áreiðanleikakönnun. Nauðsynlegt er að kortleggja með tæmandi hætti allar skuldbindingar þess fyrirtækis sem verið er að kaupa og greina sérstaklega vel veltufjármuni t.d. hvort lager er kúrant svo og hvort viðskiptakröfur eru traustar og innheimtanlegar.

Mikilvægt er að byggja fjármögnun kaupanna og efnahag hins keypta félags rétt uppfrá upphafi til þess að tryggja að félagið hafi nauðsynlegt svigrúm til daglegs rekstrar og uppbyggingar á honum til framtíðar.