Sala fyrirtækja

linurit_teygt_selja_fyrirtki

Dögun Capital tekur að sér ráðgjöf við leit að kaupendum að fyrirtækjum og jafnframt leit að fyrirtækjum til sölu fyrir kaupendur að þeim.

Gerður er skriflegur samningur að milli DC og verkkaupa sem lýtur að helstu þáttum, s.s. verðmati, söluferlinu sjálfu og hvernig staðið skuli að því og skjalagerð. Þá þarf samningurinn að innihalda skilgreiningu á þóknun DC, sem í flestum tilfellum í svona verkefnum er árangurstengd.

Þegar kaupandi er fundinn og fyrir liggur samþykkt kauptilboð er gerður ítarlegur kaupsamningur sem tekur á öllum þáttum viðskiptanna og fyrirvörum sem algengast er að séu um niðurstöðu áreiðanleikakönnunar sem kaupandi gerir á sinn kostnað. Einnig eru oft gerðir fyrirvarar t.d. um fjármögnun, samþykkt hluthafa og stjórna félaga bæði kaupanda og seljanda.

Ferli sem þetta krefst í flestöllum tilvikum mikils trúnaðar allra þeirra sem að því koma. Algengt er að söluferli fyrirtækis taki allmarga mánuði þar til fullnaðaruppgjör hefur farið fram og kaup eru að fullu frágengin.