Sameining fyrirtækja

integrating_companies

Dögun Capital tekur að sér ráðgjöf við sameiningu fyrirtækja. Mikilvægt er að vanda vel til undirbúnings þegar sameina skal fyrirtæki, er þetta sérstaklega mikilvægt þegar um „óskyld“ fyrirtæki er að ræða, þ.e. fyrirtæki sem ekki eru í eigu sömu aðila.

Hin sameinuðu félög bera ábyrgð á skuldbindingum hvors annars. Því er mikilvægt að vanda vel til gerðar áreiðanleikakönnunar áður en sameining á sér stað til þess að tryggja að ekki komi upp skuldbindingar eftirá sem ekki var kunnugt um fyrir og í sameiningarferlinu. Við sameiningu tveggja fyrirtækja rennur annað félagið yfir í hitt, í raun „yfirtekur“ annað félagið hitt þó um sameiningu á jafningjagrunni sé að ræða. Hin yfirtekna kennitala hættir þá að vera til og yfirtökukennitalan ber ábyrgð á öllum skuldbindingum yfirteknu kennitölunnar.

Sameiningar fyrirtækja geta verið mjög arðbærar en eru ekki mikið stundaðar hér á landi. Kemur það líklega mest til af því að fyrirtæki hér eru mjög lítil og gjarnan bundin eigendum sínum sem hafa lífsviðurværi sitt af starfi við viðkomandi fyrirtæki. Við sameiningu er yfirleitt hægt að lækka fastan kostnað umtalsvert, t.d. kostnað við yfirstjórn, húsnæði o.s.frv. og í því felast þau tækifæri sem sameining fyrirtækja skapar.