Mannauðsstjórnun

Stærsta „eign“ fjölmargra fyrirtækja og flestra stofnana er fólkið sem þar starfar, mannauðurinn. Þessari staðreynd hefur verið gefin æ meiri gaumur á undanförnum árum. Fjölmargir þættir spila inní virkjun mannauðsins ef vel á til að takast.

Þættir eins og hvatning og örvun, þjálfun, námskeiðahald, skipulögð endurgjöf og starfsmannastefna eru allt atriði sem fá meiri umfjöllun og athygli en áður var, enda er það svo að vel samhæfður hópur starfsmanna sem hefur skýr markmið að keppa að og hefur hlotið þá þjálfun sem við á, skilar mun betri afköstum heldur en sá hópur þar sem þessum málaflokkum er í besta falli ekki sinnt eða þeir í ólestri.

Oft er sérstaklega hugað að þessum málum þegar til stendur að sameina skipulagsheildir, hvort sem um er að ræða einstakar deildir eða heilu fyrirtækin eða stofnanir. Það á ekki síður við að þessum málum sé vel sinnt í daglegum rekstri og er raunar mjög mikilvægt.

Dögun Capital hefur sérfræðinga í sínum röðum sem geta komið inn í fyrirtæki og stofnanir framkvæmt stöðugreiningu og komið með tillögur að úrbótum.