Starfsmannastefna

human_resource_2

Þegar ráðgjafar Dögun Capital vinna að gerð starfsmannastefnu er lögð á það rík áhersla að stefnan sé tengd við og í samræmi við viðskiptastefnu fyrirtækisins og stefnumótun þess. Greina þarf þarfir í hverju tilviki í samvinnu við stjórnendur og starfsmenn viðkomandi fyrirtækis.
Aðgerðaáætlun er síðan búin til, þegar stefnan liggur fyrir, ábyrgð skilgreind og mælikvarðar settir upp til þess að mæla árangur.
Vel hönnuð starfsmannastefna sem styður við stefnumótun og viðskiptastefnu fyrirtækis er mikilvægt stjórntæki sem auðveldar stjórnendum og  starfsmönnum mjög daglegan rekstur. Mannauðurinn er mikilvæg auðlind fyrirtækja og rétt nýting hans getur skipt sköpum um rekstrarárangur.
Ráðgjafar Dögun Capital geta tekið að sér í samvinnu við stjórnendur og starfsmenn fyrirtækis að hanna og móta starfsmannastefnu þess.