Stofnanamenning

intercultural_staff

Mat á menningu innan stofnana felst í því að skoða einstaka þætti starfseminnar. Algengt er að farið sé í mat af þessu tagi þegar fyrirhugað er að steypa tveimur skipulagseiningum saman og þá reynt að greina hvort menning þeirra sé sú sama eða að einhverju leyti frábrugðin, sé hún mismunandi þarf að huga að atriðum sem gætu auðveldað mismunandi „stofnanamenningarheimum“ að aðlagast og renna saman í eina heild.

Dæmi um þá þætti til greiningar:
• Stjórnskipulag. Stjórnun er lykilþáttur í mótun stofnanamenningar, huga þarf að því t.d. hvort um er að ræða bratt stjórnskipulag þar sem frumkvæði er í lágmarki og ábyrgð lítil eða hvort skipulagið er flatt þar sem krafist er frumkvæðis og starfsmenn taka ábyrgð á störfum sínum og ákvörðunum.
• Menning. Leitast er við að varpa ljósi á það hvort samskipti séu laus- eða fasttengd. Ríkir almennt traust á milli fólks og frá undirmönnum til yfirmanna. Meta þarf þau gildi sem viðurkennd eru í raun og það eru ekki endilega þau gildi sem opinberlega er unnið eftir.
• Starfsánægja, frammistaða og væntingar. Í flestum stofnunum er það mannauðurinn sem er ein helsta auðlind viðkomandi skipulagsheildar. Því er mikilvægt að greina starfsánægju og hvort starfsmenn eru almennt meðvitaðir um hlutverk sitt og örvaðir og hvattir til dáða.
• Aðbúnaður og umhverfi skiptir miklu máli og mikilvægt að huga að þeim þáttum.
• Greining og skipulag mannauðsþáttar; innri markaðssetning og stefnumörkun gagnvart starfsfólki er mikilvæg svo og innleiðing og eftirfylgni sem eru lykilþættir í árangursríkum breytingum.
Rannsóknir sýna að við sameiningu stofnana og skipulagseininga er nauðsynlegt að huga að ofangreindum þáttum til þess að tryggja sem best hnökralausar breytingar.