Sameining stofnana

merging

Vegna sameiningar stofnana aðstoða ráðgjafar Dögun Capital við að fylgja  eftir og vinna markvisst að framkvæmd nauðsynlegra breytinga á skipulagi og vinnubrögðum og við mat á mögulegum ávinningi breyttrar verkaskiptingar.  Ein forsenda árangursríkrar sameiningar er að verkefni þeirra sem stjórna sameiningarferlinu séu formlega skilgreind og öllum hlutaðeigandi ljós, auk þess sem í upphafi liggi fyrir hvernig miðlun upplýsinga milli lykilaðila verði háttað. Lykilaðilar í sameiningarferli geta m.a. verið stýrihópur sameiningar, ráðuneytisstjóri, skrifstofustjóri, verkefnisstjóri, tengiliður ráðuneytis og ráðgjafar. Mikilvægt er að tryggja sameiginlegan skilning á verkefninu og að verkaskipting, ábyrgð og boðleiðir lykilaðila séu vel skilgreind og skýr. Slíkt er forsenda þess að þeir geti unnið sem ein heild.

Dögun Capital er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa um viðskipta- og stjórnunarráðgjöf og rekstarráðgjöf. Á meðal atriða sem Dögun Capital veitir opinberum stofnunum ráðgjöf í þessum flokkum má nefna uppskiptingu stofnana, aðstoð við fjárlagatillögur, flutning verkefna ríkisins til sveitarfélaga, rekstraráætlun stofnana , fjármögnun, verðmat stofnana og fjárhagslega endurskipulagningu stofnana.
Guðmundur Sigþórsson, MBA í mannauðsstjórnun, veitir allar frekari upplýsingar varðandi þá þætti sem Dögun Capital veitir ráðgjöf um samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa um rekstrarráðgjöf, starfsmannastjórn og stjórnunarráðgjöf