Stjórnunarráðgjöf

stjrnarteymi2

Dögun Capital býður stofnunum upp á ýmsa stjórnunarráðgjöf, bæði sem snýr að ákvarðanatöku í mannauðsmálum, stjórnun, fræðslumálum, lagalegri hlið starfsmannamála, ofl.
Dögun Capital er aðili að rammasamningi Ríkiskaup um Viðskipta og stjórnunarráðgjöf. Á meðal atriða sem Dögun Capital veitir opinberum stofnunum ráðgjöf um í þessum flokki má nefna gerð stjórnendaupplýsinga, greiningu stjórnendaupplýsinga, góða stjórnhætti, mat á árangri, 360° stjórnendamat, að halda í gott starfsfólk, fyrirtækjamenningu, ráðgjöf vegna starfsloka, vinnustaðamat, samningatækni og starfsánægjumælingar.  Alls veitir Dögun Capital ráðgjöf í 37 atriðum af 47 í þessum flokki.
Guðmundur Sigþórsson, MBA í mannauðsstjórnun, veitir allar frekari upplýsingar varðandi þá þætti sem Dögun Capital veitir ráðgjöf um samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa um rekstrarráðgjöf, starfsmannastjórn og stjórnunarráðgjöf