Rekstraráætlun

business_plans

Mikilvægt er að vanda vel til þegar gerð er rekstrar- og fjárhagsáætlun enda er rekstraráætlun sá grunnur, auk ársuppgjörs, sem fyrirtækjastjórnendur byggja á í samskiptum við bankastofnanir og aðra fjármögnunaraðila.  Rekstaráætlun er mikilvægt að vinna í nánu samstarfi við eigendur og stjórnendur fyrirtækja enda á áætlunin að endurspegla viðhorf og væntingar þeirra til rekstrarins í náinni framtíð. Algengast er að gera rekstraráætlun til 3-5 ára í senn.

Tilgangur rekstar- og fjárhagsáætlunar er að sýna fjármálastofnunum og/eða fjárfestum fram á að stjórnendur hafi úthugsaða áætlun um fjárhag og vöxt fyrirtækisins og þarf hún að innihalda efnahagsreikning, rekstrarreikning og áætlun um sjóðstreymi.
Vel útfærð og raunsæ áætlun er mikilvægt tæki til að mæla árangur starfseminnar á hverjum tíma og þarf reglulega að bera áætlunina saman við raunverulegar niðurstöður í rekstri.

Dögun Capital veitir aðstoð og ráðgjöf við að útbúa rekstrar- og fjárhagsáætlanir á þann hátt að nauðsynlegar upplýsingar séu settar fram á skýran, einfaldan og skilvirkan hátt. Sérfræðingar  DC hafa mikla reynslu af gerð rekstraráætlana.