Sparnaðartillögur

balanced_scorecard

Stefnumiðað árangursmat er útfærsla á árangursstjórnun. Grunnurinn er vel skilgreint hlutverk, gildi, framtíðarsýn, stefna og markmið. Mælikvarðar eru jafnframt nauðsynlegir til þess að meta framgang stefnunnar sem og stöðug eftirfylgni. Stefnumiðað árangursmat byggist því á grunni árangursstjórnunar enda er það tæki til þess að innleiða árangursstjórnun og tryggja stöðuga eftirfylgni.
Árangursstjórnun í ríkisrekstri er að mestu unnin innanhúss.  Hlutverk ráðgjafa Dögun Capital mótast af mati forstöðumanna og lýtur að aðferðafræði og vinnulagi, gerð úttekta og kannana, og að koma með ábendingar.
Dögun Capital er aðili að rammasamningi Ríkiskaupa um viðskipta- og stjórnunarráðgjöf og rekstarráðgjöf. Á meðal atriða sem Dögun Capital veitir opinberum stofnunum ráðgjöf í þessum flokkum má nefna aðgerðagreiningu, greiningu á verkferlum,markmiðasetningu, meginreglur hagkvæmrar stjórnunar, skilvirkni og breytingar á ferlum, vinnuskipulag, staðla og viðmið, fjárhagslega endurskoðun, hagræðingu, verðmat og fjárhagslega endurskipulagningu.
Guðmundur Sigþórsson, MBA í mannauðsstjórnun, veitir allar frekari upplýsingar varðandi þá þætti sem Dögun Capital veitir ráðgjöf um samkvæmt rammasamningi Ríkiskaupa um rekstrarráðgjöf, starfsmannastjórn og stjórnunarráðgjöf