Þjónustumenning

Stjórnendur Þjónustufyrirtækja ættu að leggja sig fram við að innleiða þjónustumenningu í fyrirtækið. Með það að markmiði að byggja upp tengsl við viðskiptavini sína, sem getur stuðlað að langtíma samkeppnisforskoti.

Skilgreining á þjónustumenningu er: að allir starfsmenn hafi sinn viðskiptavin til að þjóna, hvort heldur sem er innan fyrirtækis eða hinn endanlega sem greiðir reikninginn. Þannig leggist allir starfsmenn á eitt um að setja viðskiptavini í fyrsta sætið vegna þess að hver og einn hefur skyldum að gegna gagnvart sínum viðskiptavini sem leiðir til betri og skilvirkari þjónustu.

 

þjónustuþríhyrningur nota

 

Þetta ekkert síður við um stjórnendur fyrirtækjanna þar sem þeir hafa skyldur til að setja upp kerfi, staðla og þjónustuteikningar, stuðla að aukinni færni og vera með rétta skipulagið á fyrirtækinu til að þjónustan geti verið sem skilvirkust.

Með þetta að leiðarljósi eru allir starfsmenn orðnir fulltrúar markaðsstarfs fyrirtækisins með beinum eða óbeinum hætti.
Samskipti og verkferlar eru gegnvirk sem stuðlar að stöðugum endurbótum og rýni á núverandi aðferðir og stöðu.