Þjónustuteikning

Vegna þess hve erfitt er að prófa þjónustu og sannreyna gæði hennar fyrir notkun er nauðsynlegt að skilgreina og gera þjónustuna eins áþreifanlega og hægt er til að betra sé að átta sig á kostum og göllum skipulagsins fyrirfram.

Ein aðferðin við þetta er að gera þjónustuteikningu sem rammar inn í mynd feril þjónustunnar, ásamt því að benda á hvar áhættustaðir eru eða hvar augnablik sannleikans fer fram. Teikningin inniheldur alla snertifleti þjónustu og kerfin sem notuð eru allt frá því sem viðskiptavinurinn geiri sjálfur, það sem framverðir gera og allt aftur í stoðþjónustu fyrirtækisins sem jafnvel gæti verið úthýst.

 

þjónustuteikning 

Útskýringar og skref fyrir skref hönnun á þjónustuteikningum má finna hér.