Um fyrirtækið

Dögun Capital (DC) er öflugt ráðgjafarfyrirtæki á stofnana- og fyrirtækjamarkaði. Hjá fyrirtækinu er samankomin margra áratuga reynsla í fyrirtækjarekstri, ráðgjöf og þátttöku í atvinnulífinu. Þá er innan fyrirtækisins víðtæk reynsla tengd stjórnsýslu og starfsemi opinberra stofnana.

HEIÐARLEIKI – FAGMENNSKA – TRAUST

 

Heiðarleiki í samskiptum og upplýsingagjöf er helsta forsenda árangurs í starfi. Þess vegna er þessi þáttur nefndur fyrstur þeirra þriggja sem DC byggir starf sitt einkum á.

Fagmennska er önnur helsta forsenda árangurs. DC leggur áherslu á fagleg vinnubrögð í stóru sem smáu. Teygi verkefni sig útfyrir svið starfsmanna fyrirtækisins er nauðsynleg þekking sótt inn í fyrirtækið.

Traust er einnig forsenda árangurs, enda fela verkefnin oft í sér meðferð viðkvæmra og verðmætra upplýsinga. Traust og trúnaður eru nauðsynlegir þættir til að geta unnið saman af heilindum og skapað þannig grundvöll að góðum árangri í samstarfinu.

Framtíðarsýn DC er að verða leiðandi þekkingarfyrirtæki í alhliða ráðgjöf stofnana og fyrirtækja. Félagið nýti á hverjum tíma bestu þekkingu sem völ er á og miðli skýrum lausnum sem standast faglega rýni og eru viðskiptavinum til hagsbóta.

Markmið DC er að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að ná betri árangri í starfsemi sinni.