Viðskiptaáætlun

Business_Plan

Á undanförnum árum hefur gerð og framsetning viðskiptaáætlunar í tengslum við undirbúning rekstrar í kringum tiltekna viðskiptahugmynd þróast mikið. Gerð viðskiptaáætlunar er orðin grunnforsenda fjármögnunar bæði hjá fjármálastofnunum og einnig þegar ætlunin er að sækja áhættufé til fjárfesta.

Í viðskiptaáætlun þarf að fjalla um og greina þætti eins og markaðs- og samkeppnisumhverfi og skoða helstu ógnanir og tækifæri á viðkomandi markaði. Forsendur fyrir markaðssetningu á nýrri vöru eða þjónustu geta verið af margvíslegum toga, um getur verið að ræða nýjung í vöru eða þjónustu. Í þessu samhengi er mikilvægt að horfa til þess og greina hvort samkeppnisforsendur eru byggðar á betra verði en viðgengst eða hvort um aðgreiningu á vöru eða þjónustu er að ræða í hverju tilviki.
Viðskiptaáætlunin felur alltaf í sér rökstuðning fyrir því að viðkomandi viðskiptahugmynd standist og gangi upp. Sé hún faglega unnin getur hún skipt sköpum um það hvort fyrirtæki tekst að laða að fjámagn, hvort sem um láns- eða áhættufé er að ræða.

Við gerð viðskiptaáætlunar er nauðsynlegt að kortleggja fjölmarga þætti. Í eðli sínu er gerð hennar flókið og yfirgripsmikið verkefni þar sem, í sumum tilfellum, þarf að taka tillit til þróunar á neyslu, tækniþróunar og annarra breytinga þar sem þarfir fólks og fyrirtækja taka sífelldum breytingum.

Viðskiptaáætlun er yfirleitt unnin í nánu samstarfi við viðkomandi viðskiptavin þar sem nauðsynlegt er að eigandi hugmyndarinnar sé virkur  þátttakandi. Hann komi fram með þau sjónarhorn sem hann hefur á verkefnið og læri í leiðinni inná eðli og stöðu á þeim markaði sem ætlunin er að fara inná í rekstrinum.
Nauðsynlegt er að hafa í huga að engar tvær viðskiptaáætlanir eru eins og er mikilvægt að haga gerð viðskiptaáætlunar í samræmi við viðkomandi verkefni hverju sinni, eðli þess og stærð.

Ráðgjafar Dögun Capital hafa mikla reynslu af gerð viðskiptaáætlana bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki og hafa tiltæk þau greiningartól sem æskileg eru við framangreinda vinnu.